Frumtak Ventures fjárfesti í fyrirtækinu Appollo X fyrir 50 milljónir króna. Fjárfestingin snýr aðallega að stuðningi við áframhaldandi þróun snjallsímaforritsins Watchbox, sem er undir þróun Appollo X teymisins, en það auðveldar fólki að deila myndum og myndböndum innan fyrirfram skilgreindra hópa. Watchbox er á sama markaði og Snapchat og býður upp á þá þjónustu að geta búið til sérstaka hópa eða rásir í kringum myndbönd. Þá getur hver og einn sem er meðlimur að tiltekinni rás séð inn í hana, meðan hún er lokuð almenningi. Þá er á sama hátt hægt að opna opinberar rásir. Teymið mun leggja land und­ir fót í byrj­un janú­ar 2016 og flytja til Banda­ríkj­anna til þess að styðja við áfram­hald­andi vöxt fyr­ir­tæk­is­ins.