ARCTIC TRUCKS

- Þekkingarfyrirtæki -

Höfuðstöðvar

Klettháls 3, 110 Reykjavik

Framkvæmdastjóri

Patrik von Sydow

Sími

+354 540 4900

Arctic Trucks

Er þekkingarfyrirtæki sem byggir á íslensku hugviti og vinnur að því að sérsníða og þróa lausnir fyrir ökutæki sem bæta aksturseiginleika og víkka notkunarsvið þeirra. Arctic Trucks er í dag leiðandi aðili á sínu sviði í heiminum og hafa lausnir fyrirtækisins verið notaðar til að sigrast á erfiðustu aðstæðum, þar á meðal með að keyra 223.000 km yfir Suðurskautið og yfir 50 sinnum á Suðurpólinn ásamt því að undirbúa og framkvæma leiðangur BBC Top Gear teymisins á Norðurpólinn.

Arctic Trucks vinnur í nánu samstarfi við bílaframleiðendur og má þar nefna Toyota, Isuzu, Nissan og fleiri. Arctic Trucks breyttar bifreiðar, s.s. Hilux, Land Cruiser og Isuzu, eru framleiddar og seldar á fjölmörgum mörkuðum, þar á meðal í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum, Bretlandi, Noregi, Suður Afríku, Rússland og Íslandi.

Fjárfest árið

2015

Hafið samband

Við hjá Frumtak Ventures hvetjum frumkvöðla til að koma í „spjall“ til okkar því það geta verið fleiri verðmæti í samtalinu heldur en fjármunir til fjárfestinga. Þar sem Frumtak er vaxtarsjóður, þarf að vera komin vara, velta og viðskiptavinur. Þetta er oft ekki til staðar, en engu að síður mikilvægt að aðilar nái að kynnast því það styttir yfirleitt tímann sem þarf til kynninga seinna þegar þessi skilyrði eru uppfyllt. Spjallið verður þannig grunnur til að koma á gagnkvæmum skilningi á milli aðila og ekki síst til þess að byggja upp traust sem er forsenda þess að aðilar treysti sér til þess að vinna saman í framtíðinni

Best er að hafa samband við okkur með því að senda tölvupóst og óska eftir fundi. Vinsamlegast athugið að við fjárfestum eingöngu á Íslandi

Kringlunni 7, 103 Reykjavík, Iceland

+ 354 510 1850

frumtak@frumtak.is

Við erum á Linkedin

Sendu okkur skilaboð

8 + 10 =