Niclas Walter hefur verið ráðinn forstjóri InfoMentor

Niclas Walter hefur verið ráðinn forstjóri InfoMentor

Niclas Walter hefur verið ráðinn nýr forstjóri InfoMentor. Hann tekur við starfinu af Kristínu Pétursdóttur sem hefur leitt félagið frá byrjun árs 2016 en lætur nú af störfum að eigin ósk. Niclas Walter hefur starfað hjá InfoMentor frá 2016 og verið yfirmaður dótturfélaga þess í Svíþjóð, Þýskalandi og Sviss en þessir markaðir afla um 75% tekna félagsins. Niclas hefur starfað sem stjórnandi á alþjóðlegum hugbúnaðarmarkaði í þrjátíu ár. Hann hefur MSc. gráðu í rafmagnsverkfræði ásamt MBA gráðu frá IMD Lausanne í Sviss. Niclas Walter segir: “InfoMentor einsetur sér nú að ná að vaxa af krafti. Ég hef í gegnum störf mín kynnst vel starfsfólki félagsins sem starfar í fimm löndum og veit því hvaða þekkingu og getu það hefur. Ég kem til með að byggja á þeim styrk og veit að hann er umtalsverður. Stjórnendateymi félagsins er sterkt og vinnur vel saman og getum við því einbeitt okkur strax að því verkefni að ná fram vexti.” Kristín Pétursdóttir segir: “Verkefni mitt hjá InfoMentor fólst í ákveðinni endurskipulagningu og styrkingu á starfseminni og hafa miklar breytingar verið gerðar bæði stefnu og skipulagi félagsins auk þess sem stjórnendateymið hefur verið styrkt verulega. Fyrirtækið er núna vel í stakk búið til að taka áframhaldandi skref í átt að frekari vexti. Ég tel að á þessum tímapunkti sé rétt fyrir mig að snúa mér að nýjum verkefnum. Tíminn hjá InfoMentor hefur verið frábær og ég óska félaginu alls hins besta í framtíðinni.” Stjórn þakkar Kristínu vel unnin störf og býður um leið Niclas Walter velkominn til...
Frumtak Ventures var valið fjárfestir ársins 2017 Nordic Startup Awards

Frumtak Ventures var valið fjárfestir ársins 2017 Nordic Startup Awards

Frumtak Ventures var valið fjárfestir ársins 2017 í kosningu um fulltrúa Íslands í keppninni Nordic Startup Awards. Þessu til viðbótar fengu tvö fyrirtæki í eignasafni Frumtak Ventures verðlaun: Besta frumkvöðlafyrirtækið í heilsu og lífsstíl:  SidekickHealth Frumkvöðlafyrirtæki ársins: Activity Stream             Bestu hamingjuóskir til allra þeirra sem unnu og voru tilnefndir.Lokahátíð Nordic Startup Awards verðlaunanna verður í Stokkhólmi þann 18. október...
Ævintýrapersónur Tulipop á forsíðu Kidscreen

Ævintýrapersónur Tulipop á forsíðu Kidscreen

 Eitt virtasta tímarit afþreyingariðnaðar fyrir krakka velur fyrirhugaða teiknimyndaseríu sem byggð er á hinum íslenska Tulipop ævintýraheim á forsíðu. Ævintýrapersónur íslenska hönnunarfyrirtækisins Tulipop prýða forsíðu nýjasta tölublaðs alþjóðlega tímaritsins Kidscreen sem kom út í vikunni. Í tölublaðinu er umfjöllun um þau teiknimyndaverkefni sem kynnt verða á Cartoon Forum sýningunni sem haldin verður í Frakklandi í september nk. og var Tulipop valið úr hópi 83 verkefna til að prýða forsíðu blaðsins. Tímaritið Kidscreen er leiðandi á alþjóðavísu í umfjöllun um afþreyingariðnað fyrir krakka. Tímaritið fjallar m.a. um þróun, nýsköpun, framleiðslu og fleira sem tengist afþreyingariðnaði og er mjög virt meðal þeirra sem bæði kaupa og selja efni sem ætlað er yngri kynslóðinni. Tulipop hóf á síðasta ári undirbúning að framleiðslu 52 þátta teiknimyndaseríu fyrir sjónvarp í samstarfi við reynslumikla aðila úr teiknimyndageiranum. Nú er í framleiðslu svokallaður pilot þáttur fyrir sjónvarpsseríuna. Tobi Wilson, einn helsti handritshöfundur hinnar vinsælu þáttaraðar The Amazing World of Gumball, skrifar handritið, hið virta framleiðslufyrirtæki Blink Industries í London er meðframleiðandi, og verðlaunaðir leikstjórar, Simon Cartwright og Nina Gantz, leikstýra. Tulipop sjónvarpsserían verður kynnt á tveimur helstu hátíðum heims á sviði barnaefnis á haustmánuðum, Cartoon Forum í Toulouse í Frakklandi í september og á MIP Junior í Cannes í október. Cartoon Forum verður haldin dagana 12. – 15. september nk. Sýningin er sameiginlegur vettvangur fyrir framleiðendur hreyfimynda og teiknimyndapersóna til að kynna vörur sínar. Alls verða 83 verkefni frá 23 löndum kynnt til sögunnar á sýningunni en þau voru valin úr stórum hópi umsækjenda. Auk þess að vinna að undirbúning fyrir framleiðslu teiknimyndaseríu fyrir sjónvarp þá er Tulipop með í framleiðslu sérstaka teiknimyndaseríu til dreifingar á netinu, en...
Meniga sækir 7,5 milljónir evra í fjármögnun til að styðja við frekari vöxt

Meniga sækir 7,5 milljónir evra í fjármögnun til að styðja við frekari vöxt

Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hefur lokið fjármögnun að fjárhæð 7,5 milljónir evra. Fjárhæðin jafngildir um 900 milljónum íslenskra króna. Fjármögnunin er í formi nýs hlutafjár frá sænska fjárfestingasjóðnum Industrifonden og jafnframt aukningar á hlutafé frá núverandi fjárfestum Meniga; Frumtak Ventures, Kjölfesta og Velocity Capital frá Hollandi. Meniga er leiðandi á heimsvísu í þróun heimilisfjármálalausna fyrir banka og fjármálastofnanir sem notaðar eru í næstu kynslóð netbanka til að stórbæta þjónustu við viðskiptavini. Meðal viðskiptavina Meniga eru margir stærstu banka heims en þeirra á meðal eru Santander, Commerzbank, ING Direct og Intesa Sanpaolo. Þannig eru hugbúnaðarlausnir Meniga notaðar í netbönkum í um 20 löndum með rúmlega 40 milljónir virka notendur. Fjármögnuninni er ætlað að efla enn frekar sókn fyrirtækisins á erlenda markaði en auk áherslu á heimilisfjármálahugbúnað hefur Meniga meðal annars þróað neyslutengt tilboðskerfi (e. Card Linked Offers). Tilboðskerfinu er ætlað að hjálpa einstaklingum og fjölskyldum að spara með sérsniðnum tilboðum ásamt því að gera fyrirtækjum kleift að nýta betur markaðsfé sitt með því að ná til réttra viðskiptavina með beinum afsláttum. Íslenskum notendum Meniga stendur til boða að nýta sér slík tilboð, sem ganga undir heitinu ,,Kjördæmi” hérlendis, og aðrar lausnir Meniga gjaldfrjálst á www.meniga.is eða í Meniga appinu fyrir iPhone og Android síma. Benedikt Orri Einarsson, fjármálastjóri Meniga: „Til að byggja upp fyrirtæki eins og Meniga sem hóf starfsemi sína á Íslandi með háleit markmið um vöxt á erlendum mörkuðum er mikilvægt að geta fengið alþjóðlega fjárfesta að borðinu með sérhæfða þekkingu sem nýtist alþjóðlegum tæknifyrirtækjum samhliða stuðningi innlendra aðila. Það er því ánægjulegt að bjóða Industrifonden velkominn í sterkan hóp fjárfesta til áframhaldandi uppbyggingar og vaxtar.“ Sofia Ericsson Holm frá...
Frumtak leiðir fjárfestingu í heilsuforritinu SidekickHealth

Frumtak leiðir fjárfestingu í heilsuforritinu SidekickHealth

Frumtak upplýsti í dag um 170 milljón króna fjárfestingu í félaginu Goodlifeme AB., sem framleiðir heilsuforritið SidekickHealth, en stór hluti starfseminnar er í höndum dótturfélags þess hér á landi. Frumtak leiðir fjárfestinguna en fleiri fjárfestar taka þátt, svo sem Tennin ehf. og fleiri. SidekickHealth er hugbúnaður sem nýtir atferlishagfræði, leikjatækni og gervigreind til að greina áhættuþætti og hafa áhrif á heilsuhegðun í þeim tilgangi að draga úr algengi og alvarleika lífsstílstengdra sjúkdóma svo sem sykursýki af tegund 2, hjarta- og æðasjúkdóma. Með því að beita grunnaðferðum atferlishagfræði ásamt gervigreind (AI) og leiðbeiningum frá Sóttvarna- og forvarnastofnun Bandaríkjanna (e. U.S. Centers for Disease Control and Prevention) er hægt að bæta umtalsvert árangur í lífsstílsmeðferð sem er í boði á sérstökum námskeiðum sem lúta að því að hjálpa fólki að forðast sykursýki og aðra lífsstílstengda sjúkdóma. SidekickHealth hugbúnaðurinn, sem hefur náð útbreiðslu í Bandaríkjunum, Íslandi og Svíþjóð er þróaður í samstarfi við hóp sérfræðinga við leiðandi stofnanir svo sem Landspítala, Háskóla Íslands, Karolinska háskóla, Harvard háskóla og MIT háskóla, en Tryggvi Þorgeirsson, framkvæmdastjóri félagsins, er gestafyrirlesari við síðastnefndu tvær stofnanirnar þar sem hann kennir notkun atferlishagfræði við lífsstílsinngrip sem og gagnadrifna heilbrigðisþjónustu (e. data driven health). Að auki kennir Tryggvi fyrirbyggjandi læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands....
Paula Gould til Frumtak Ventures

Paula Gould til Frumtak Ventures

Paula leiðir alþjóðlegt tengsla og markaðsstarf Frumtakssjóðanna og eignasafn þeirra. Paula Gould hefur verið ráðin til þess að leiða alþjóðlegt tengsla og markaðsstarf Frumtakssjóðanna og eignasafn þeirra. Þetta er nýtt starf sem er ætlað auka sýnileika Frumtaks og félaganna í eignasafninu erlendis. Frumtak Ventures er umsýsluaðili Frumtakssjóðanna en þeir fjárfesta í vaxtarfyrirtækjum sem komin eru af klakstigi og búa yfir miklum möguleikum til vaxtar og útrásar. Félagið hefur markvisst verið að fjárfesta í erlendum tengslum og unnið með félögunum í eignasafni sínu að því að efla tengsl þeirra við erlenda fjárfestingasjóði auk þess að aðstoða þau við erlent markaðsstarf. Paula hefur yfirgripsmikla þekkingu á frumkvöðlafyrirtækjum og hefur unnið með slíkum fyrirtækjum í Bandaríkjunum, Ísrael og Íslandi. Hún hefur mikla reynslu af viðskiptaþróun, markaðsfærslu og almannatengslum sem hefur nýst fyrirtækjunum afar vel. Hún fluttist til Íslands 2011 og hefur unnið með mörgun íslenskum sprotafyrirtækjum í hinum ýmsu hlutverkum s.s. stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og markaðsstjóri. Hún hefur einnig verið að ráðleggja frumkvöðlum í hinum ýmsu stuðningsverkefnum hér á landi. „Ég er hæstánægð með að ganga til liðs við Frumtak Ventures og hlakka til að vinna með þeim frábæru fyrirtækjum sem eru í eignasafninu og hjálpa þeim að efla alþjóðlegt tengslanet sitt og nýta erlend markaðstækifæri“ sagði Paula Gould. „Við erum afskaplega ánægð að hafa fengið Paulu til liðs við okkur“ sagði Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Frumtak Ventures. „Reynsla hennar í tengsla og markaðsstarfi erlendis ásamt brennandi áhuga hennar á sprotafyrirtækjum fellur vel að hugmyndum okkar um hvernig við getum best aukið áhuga á sjóðunum og fyrirtækjunum í eignasafni þeirra...