DATAMARKET

- Hugbúnaðarfyrirtæki -

Höfuðstöðvar

Reykjavík, Iceland

Framkvæmdastjóri

N/D

Sími

N/D

Vefsíða

Datamarket

DataMarket hjálpar fólki að finna og skilja gögn. Við söfnum marvíslegum gögnum af ólíkum uppruna saman á einn stað og gerum þau aðgengileg á samræmdan hátt þannig að auðvelt sé að leita, bera saman, myndbirta og deila gögnunum í stærri eða smærri hópum eða með heiminum öllum.

DataMarket veitir fyrirtækjum og stofnunum ítarlegt yfirlit yfir ytra viðskiptaumhverfi sitt. Einfaldur aðgangur að öllum slíkum gögnum – hvort heldur er gögnum frá opinberum aðilum, gjaldskyldum gagnaveitum eða gögnum í eigu fyrirtækjanna sjálfra – tryggir að ákvarðanir séu teknar í ljósi bestu fáanlegu upplýsinga. DataMarket var keypt af Qlik Technologies (NASDAQ: QLIK) í október 2014.

Fjárfest árið

2012

Selt árið

2014

Hafið samband

Við hjá Frumtak Ventures hvetjum frumkvöðla til að koma í „spjall“ til okkar því það geta verið fleiri verðmæti í samtalinu heldur en fjármunir til fjárfestinga. Þar sem Frumtak er vaxtarsjóður, þarf að vera komin vara, velta og viðskiptavinur. Þetta er oft ekki til staðar, en engu að síður mikilvægt að aðilar nái að kynnast því það styttir yfirleitt tímann sem þarf til kynninga seinna þegar þessi skilyrði eru uppfyllt. Spjallið verður þannig grunnur til að koma á gagnkvæmum skilningi á milli aðila og ekki síst til þess að byggja upp traust sem er forsenda þess að aðilar treysti sér til þess að vinna saman í framtíðinni

Best er að hafa samband við okkur með því að senda tölvupóst og óska eftir fundi. Vinsamlegast athugið að við fjárfestum eingöngu á Íslandi

Kringlunni 7, 103 Reykjavík, Iceland

+ 354 510 1850

frumtak@frumtak.is

Við erum á Linkedin

Sendu okkur skilaboð

3 + 13 =