Frumtak Ventures hefur fjárfest í íslenska sprotafyrirtækinu Data Dwell fyrir 140 milljónir króna. Data Dwell er framarlega meðal fyrirtækja sem leysa þann vanda sem skapast hefur vegna ört vaxandi magns gagna. Data Dwell DAM er miðlæg gagnahirsla á vefnum (DAM = Digital Asset Management) sem heldur utan um stafræn gögn fyrirtækja. Kerfið er aðgengilegt á þægilegan hátt í gegnum internetið, einfalt er að setja skrár inn í hirsluna og sækja þær úr henni og hægt er að stýra því hverjir hafa aðgang að gögnunum. Hugbúnaður Data Dwell býður upp á miðlæga vistun og afkastamikla miðlun stafrænna markaðsgagna fyrir stærri fyrirtæki. Hugbúnaðurinn minnkar kostnað, dregur úr umsýslu innan fyrirtækja og minnkar líkur á að röng gögn séu notuð eða að greiða þurfi höfundarréttarhöfum vegna notkunar myndefnis í óleyfi.

 

Frekari upplýsingar er að finna á https://www.datadwell.com/is