Frumtak Ventures komst á lista Credit Info yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2021. Einungis 2% fyrirtækja á landinu komast inn á þennan lista og er Frumtaksteymið því mjög stolt af árangrinum.

Þann 21. október var viðburður í Hörpunni tileinkaður viðurkenningunni og fyrir okkar hönd mætti Svana Gunnarsdóttir og tók við henni.

Til þess að komast á listann þarf að uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo. Þau eru meðal annars:

  • að fyrirtækið sé í lánshæfisflokki 1,2 eða 3
  • að rekstrarhagnaður var jákvæður rekstrarárin 2018-2020
  • að ársniðurstaða var jákvæð rekstrarárin 2018-2020
  • að eiginfjárhlutfall var a.m.k 20% rekstrarárin 2018-2020
  • að eignir voru a.m.k 100 m.kr. rekstrarárin 2018-2020

Frumtak Ventures þakkar kærlega fyrir viðurkenninguna og er sannur heiður að vera á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki í íslensku atvinnulífi.