investment-datamarket

DataMarket hjálpar fólki að finna og skilja gögn. Við söfnum marvíslegum gögnum af ólíkum uppruna saman á einn stað og gerum þau aðgengileg á samræmdan hátt þannig að auðvelt sé að leita, bera saman, myndbirta og deila gögnunum í stærri eða smærri hópum eða með heiminum öllum. DataMarket veitir fyrirtækjum og stofnunum ítarlegt yfirlit yfir ytra viðskiptaumhverfi sitt. Einfaldur aðgangur að öllum slíkum gögnum – hvort heldur er gögnum frá opinberum aðilum, gjaldskyldum gagnaveitum eða gögnum í eigu fyrirtækjanna sjálfra – tryggir að ákvarðanir séu teknar í ljósi bestu fáanlegu upplýsinga. DataMarket var keypt af Qlik Technologies (NASDAQ: QLIK) í október 2014.

Fjárfest árið 2012
SELT ÁRIÐ 2014