MAINMANAGER

- Hugbúnaður -

Höfuðstöðvar

Urðarhvarf 6, 203 Kópavogi

Framkvæmdastjóri

Guðrún Jónsdóttir

Sími

+354 412-8600

MainManager

Hefur þróað hugbúnað sem nútímavæðir stýringu á stoðþjónustu fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana. Það er gert með stöðluðu verklagi við skráningu og skjölun bygginga, aðstöðu, búnaðar og tæknikerfa. Mikilvægur þáttur í að hámarka hagkvæmni rekstrar bygginga felst í því að innleiða rafræna ferla við alla stoðþjónustu og innkaup með árangursmælingum. MainManager hugbúnaðurinn er notaður í Danmörku, Noregi, Bretlandi og Ástralíu auk Íslands.

Fjárfest árið

2010

Hafið samband

Við hjá Frumtak Ventures hvetjum frumkvöðla til að koma í „spjall“ til okkar því það geta verið fleiri verðmæti í samtalinu heldur en fjármunir til fjárfestinga. Þar sem Frumtak er vaxtarsjóður, þarf að vera komin vara, velta og viðskiptavinur. Þetta er oft ekki til staðar, en engu að síður mikilvægt að aðilar nái að kynnast því það styttir yfirleitt tímann sem þarf til kynninga seinna þegar þessi skilyrði eru uppfyllt. Spjallið verður þannig grunnur til að koma á gagnkvæmum skilningi á milli aðila og ekki síst til þess að byggja upp traust sem er forsenda þess að aðilar treysti sér til þess að vinna saman í framtíðinni

Best er að hafa samband við okkur með því að senda tölvupóst og óska eftir fundi. Vinsamlegast athugið að við fjárfestum eingöngu á Íslandi

Kringlunni 7, 103 Reykjavík, Iceland

+ 354 510 1850

frumtak@frumtak.is

Við erum á Linkedin

Sendu okkur skilaboð

1 + 6 =