
Höfuðstöðvar
10 John Street, London, WC1N 2EE
Framkvæmdastjóri
Georg Lúðvíksson
Sími
+44 (0)203 819 0132
Netfang
Vefsíða
Meniga
Er leiðandi í heiminum á sviði hugbúnaðarlausna fyrir heimilisfjármál og næstu kynslóð netbanka. Á Íslandi rekur Meniga heimilisfjármálavefinn www.meniga.is og snjallsímaappið Meniga í samstarfi við alla stærstu bankana. Erlendis á Meniga í samstarfi við fjölda banka og fjármálastofnana og gegnir hugbúnaður Meniga oft lykilhlutverki í net- og snjallsímabönkum þeirra. Lausnir Meniga eru notaðar í fjölda landa og ná til milljóna netbankanotenda. Margir af stærstu og virtustu bönkum heims reiða sig á lausnir Meniga, m.a. Commerzbank, Santander, ING Direct, Intesa Sanpaolo, Skandiabanken, mBank o.fl.”


Fjárfest árið
2009
Hafið samband
Við hjá Frumtak Ventures hvetjum frumkvöðla til að koma í „spjall“ til okkar því það geta verið fleiri verðmæti í samtalinu heldur en fjármunir til fjárfestinga. Þar sem Frumtak er vaxtarsjóður, þarf að vera komin vara, velta og viðskiptavinur. Þetta er oft ekki til staðar, en engu að síður mikilvægt að aðilar nái að kynnast því það styttir yfirleitt tímann sem þarf til kynninga seinna þegar þessi skilyrði eru uppfyllt. Spjallið verður þannig grunnur til að koma á gagnkvæmum skilningi á milli aðila og ekki síst til þess að byggja upp traust sem er forsenda þess að aðilar treysti sér til þess að vinna saman í framtíðinni
Best er að hafa samband við okkur með því að senda tölvupóst og óska eftir fundi. Vinsamlegast athugið að við fjárfestum eingöngu á Íslandi
+ 354 510 1850