Fjár­tæknifyr­ir­tækið Meniga hef­ur tryggt sér eins og hálfs millj­arðs króna fjár­mögn­un. Fjár­mögn­un­in var leidd af hol­lenska fjár­fest­inga­sjóðnum Velocity Capital Fin­tech Fut­ur­es og ís­lenska fjár­fest­inga­sjóðnum Frum­tak Vent­ur­es.

Aðrir þátt­tak­end­ur voru sænski fjár­fest­inga­sjóður­inn Industri­fond­en, breski sjóður­inn UK Fut­ure Fund og bank­arn­ir UniCred­it, Swed­bank, BPCE og Íslands­banki. Þess­ir bank­ar og fjár­fest­inga­sjóðir eiga það sam­eig­in­legt að hafa verið lengi í hópi eig­enda og viðskipta­vina Meniga að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Meniga.

„Við erum mjög ánægð með áfram­hald­andi stuðning fjár­festa. Nýtt fjár­magn mun gera okk­ur kleift að markaðssetja vör­ur okk­ar til vænt­an­legra viðskipta­vina um all­an heim. Car­bon In­sig­ht er gott dæmi um vöru sem mik­ill áhugi er á en að minnsta kosti fjór­ir bank­ar í jafn­mörg­um lönd­um munu taka hana í gagnið á þessu ári og við sjá­um vax­andi eft­ir­spurn eft­ir henni hjá bönk­um um all­an heim,“ seg­ir Georg Lúðvíks­son, for­stjóri og meðstofn­andi Meniga, í frétta­til­kynn­ingu.

„Við höf­um frá upp­hafi verið sann­færð um að Meniga hafi mjög spenn­andi vaxt­ar­mögu­leika á sviði fjár­tækni. Meniga hef­ur fest sig í sessi sem öfl­ug­ur brautryðjandi í fjár­tækni­lausn­um fyr­ir helstu banka um all­an heim, en sá markaður er nú í örum vexti sem aldrei fyrr,“ seg­ir Svana Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Frum­tak Vent­ur­es, í frétta­til­kynn­ingu.