+354 510 1850 frumtak@frumtak.is

Fjárfestingar

Appollo X

Appollo X sem hefur þróað appið Watchbox sem auðveldar fólki að deila myndum og stuttum myndböndum innan hópa.

Activity Stream

Activity Stream þróar sérhæfðan hugbúnað sem safnar saman og greinir með sjálfvirkum hætti viðskiptaupplýsingar fyrirtækja til að auðvelda þeim að taka réttar ákvarðanir. Activity Stream hjálpar fyrirtækjum að veita persónusniðna þjónustu á forsendum viðskiptavinarins sem og að ná fram hagræðingu í rekstri með bættri yfirsýn, innsæi og upplýsingagjöf.

Arctic Trucks

Arctic Trucks er þekkingarfyrirtæki sem byggir á íslensku hugviti og vinnur að því að sérsníða og þróa lausnir fyrir ökutæki sem bæta aksturseiginleika og víkka notkunarsvið þeirra.

Meniga

Meniga býður hubúnaðarlausnir fyrir heimilisfjármál. Meniga er leiðandi í Evrópu á sviði hugbúnaðalausna fyrir fjármál heimila og býður lausnir sínar í samstarfi við fjármálastofnanir og aðra sem geta komið lausnum Meniga til stórs hóps notenda.

DataMarket

DataMarket var selt bandarísk/sænska fyrirtækinu Qliktech á árinu 2014.

Valka

Valka ehf. er nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í tæknilausnum fyrir fiskiðnaðinn.

TrackWell

Trackwell sérhæfir sig í hugbúnaðargerð með sérstakri áherslu á lausnir tengdar fjarskiptum og staðsetningatækni sem tengjast orðastýringu sem innifelur verkferla til þess að hafa eftirlit með og stýra notkun forða þ.e. hver er að gera hvað á hverjum tíma, hvar og hvernig.

MainManager

MainManager hefur þróað hugbúnað og aðferðafræði til að stýra stoðþjónustu fyrir sveitarfélög, fyrirtæki, þjónustufyrirtæki og verslanakeðjur. Þetta byggir á hugmyndafræði sem nefnist „Facility Management“ .

Infomentor

Infomentor þróar heildstætt upplýsinga- og námskerfi fyrir alla sem starfa með börnum í skólum og tómstundastarfi.

Handpoint

Handpoint hefur síðan þróað greiðslulausn fyrir handfrjáls tæki og sérhæfir sig í lausnum til að taka á móti kortagreiðslum með því að nota snjallsíma eða spjaldtölvur.

Controlant

Controlant þróar og selur heildarlausnir í vöktun á ástandi verðmæta með áherslu á hita- og rakastig.

Cintamani

Cintamani hannar, framleiðir og selur Cintamani útivistarfatnað. Félagið rekur félagið 5 verslanir á Íslandi auk söluskrifstofu í Þýskalandi.

Sjóðir

Frumtak

Almennt

Frumtak var stofnað 23. desember 2008 og hafði það að markmiði að fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum sem komin væru af klakstigi og vænleg til vaxtar og útrásar.   Markmiðið var þannig að byggja upp öflug fyrirtæki sem gætu verið leiðandi á sínu sviði  og skila góðri ávöxtun til fjárfesta.

Þegar fjárfestingatímabili sjóðsins lauk  þann 31.12.2012 hafði Frumtak fjárfest í fimmtán fyrirtækjum og eru níu þessara fjárfestinga  ennþá virkar.  Það sem eftir  er af starfstíma sjóðsins er megináherslan á að fylgja eftir félögum í eignasafni sjóðsins og selja.

Fjárfestingaráð

Stjórn Frumtaks slhf. stofnar sérstakt sjö manna fjárfestingaráð. Ráðið mótar nánar fjárfestingastefnu Frumtaks slhf., innan þess ramma sem fram kemur í samþykktum og hluthafasamkomulagi um Frumtak slhf. Ráðið fjallar um málefni er varða túlkun samningsins eða mál sem skapað gætu hagsmunaárekstra. Að öðru leyti fjallar ráðið að jafnaði ekki um einstakar fjárfestingar.

Stjórn

Helga Valfells, formaður

Hálfdan Karlsson, varaformaður
Jensína K. Böðvarsdóttir
Hallfríður Kristjánsdóttir
Davíð Rudolfsson
Friðrik Nikulásson
Þorsteinn Freyr Bender

Hluthafar
  • Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
  • Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
  • Lífeyrissjóður verslunarmanna
  • Gildi-lífeyrissjóður
  • Arion Banki
  • Íslandsbanki
  • Landsbankinn
  • Sameinaði lífeyrissjóðurinn
  • Stapi-lífeyrissjóður
  • Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda

Frumtak 2

Almennt

Frumtak 2 hóf starfsemi í febrúar 2015.  Sjóðurinn byggir á reynslunni af Frumtak slhf.  Sjóðurinn hefur að markmiði að fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum sem komin eru af klakstigi og eru vænleg til vaxtar og útrásar.  Frumtak 2 fjárfestir á Íslandi en er heimilt að fjárfesta erlendis að því marki sem lög leyfa og nauðsynlegt er vegna útrásar eða markaðssóknar fyrirtækja í eigu Frumtaks  2 á erlenda markaði.

Frumtak 2 leggur áherslu á fjárfestingar þar sem líkur eru á miklum vexti og útrás, en sérhæfir sig ekki í einstökum greinum.  Frumtak 2 vill stuðla  að því að frumlegar hugmyndir fái framgang og auka líkur á að þær skapi arð og verðmæti.  Þannig er hægt að styrkja þá ímynd að íslensk nýsköpun sé arðbær.

Frumtak 2 vill vera traustur og eftirsóttur samstarfsaðili.  Sjóðurinn vinnur að því að eiga  gott samband og samvinnu við alla hagsmunaaðila sem koma að nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum.  Sjóðurinn leggur áherslu á samstarf við erlenda hagsmunaaðila.

Fjárfestingaferli

Stjórn Frumtaks 2 tekur ákvörðun um einstakar fjárfestingar og mótar einstaka þætti í fjárfestingaferlinu, bæði kaup og sölu, að fengnum tillögum frá fjárfestingastjórum sjóðsins. Það er hlutverk fjárfestingastjóra Frumtaks 2 að vinna að uppgötvun og greiningu fjárfestingatækifæra fyrir hönd stjórnar. Í þessu felst að eiga samstarf við helstu hagsmunaaðila. Frumtak 2 bíður ekki eftir umsóknum um fjárfestingu heldur leitar kerfisbundið að hagkvæmum fjárfestingakostum í samstarfi við hagsmunaaðila.  Sjóðurinn vill og á að hafa frumkvæði að uppgötvun og nýtingu fjárfestingatækifæra þegar slík tækifæri gefast. Þau fjárfestingatækifæri sem þannig finnast eru metin af fjárfestingastjórum út frá eftirfarandi forsendum:

Fyrst er það hvort fjárfestingakosturinn falli að fjárfestingastefnu sjóðsins, sem er eftirfarandi: Upphæðir fjárfestinga eru að jafnaði á bilinu 100-500 milljónir. Engin ein fjárfesting (þ.e. heildarkaup í einum lögaðila) má nema meiru en 15% af samanlögðum fjárfestingaloforðum Frumtaks 2 nema með sérstakri samþykkt stjórnar. Miðað er við þriggja til fimm ára eignarhald og að sjóðurinn nái að selja fjárfestingar sínar áður en starfstíma hans lýkur. Ávöxtunarkrafa til einstakra fjárfestinga er 30% að lágmarki.Frumtak geti verið virkur hluthafi og unnið með þeim hætti að framgangi fjárfestinga sinna.

Því næst eru fjárfestingakostir mældir út frá þeim þekkingarverðmætum sem þar er að finna og felast í mannauði, skipulagsauði og tengslaauði.  Þannig er reynt að leggja hlutlægt mat á hið raunverulega tækifæri sem felst í viðkomandi fjárfestingakosti og hvort sú virkni sem er að finna í viðkomandi tækifæri er líkleg til þess að skila árangri.

Að lokum er það síðan huglægt mat eða trú fjárfestingastjóra á viðkomandi fjárfestingakosti sem endanlega ræður hvort hægt er að mæla með honum til fjárfestingar fyrir sjóðinn.  

Stjórn

 

Ásthildur Otharsdóttir, formaður
Gunnar V. Engilbertsson, meðstj.
Magnús Þór Torfason, meðstj

Hluthafar

 

Lífeyrissjóður Verzlunarmanna
Gildi lífeyrissjóður
Lífeyrissjóður starfsma nna ríkisins
Stafir lífeyrissjóður
Stapi lífeyrissjóður
Landsbankinn hf.
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda
Almenni lífeyrissjóðurinn
Lífsverk lífeyrissjóður
Íslenski lífeyrissjóðurinn
Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga
Frumtak 2 GP ehf.

Hluthafaráð

Sigurbjörn  Sigurbjörnsson – Söfnunarsjóður Lífeyrisréttinda – formaður

Björn Hjaltested – LSR

Davíð Rudolfsson –  Gildi lífeyrissjóður

Friðrik Nikulásson – Lífeyrissjóður Verzlunarmanna

Margrét G Valdimarsdóttir – Landsbankinn

Teymið

Eggert Claessen

Framkvæmdarstjóri

Eggert er framkvæmdastjóri og annar eigenda Frumtaks 2 GP ehf., sem er umsýsluaðili Frumtakssjóðanna. Hann hefur áralanga reynslu af stofnun og rekstri sprota og frumkvöðlafyrirtækja á sviði upplýsingatækni. Hann var annar stofnenda Míkró ehf. árið 1981 og var framkvæmdastjóri þess til 2002. Annar eigenda Tölvumiðlunar ehf. og fjármálastjóri þess 1990–2006, fjármálastjóri eMR 2000–2002 og stjórnarformaður GoPro ehf. frá 2003. Eggert var einn af eigendum og fjármálastjóri Tölvuþekkingar ehf. frá 1992 til ársins 2000 þegar það var selt Eastman Kodak í Bandaríkjunum. Hann hefur unnið mikið að málefnum UT iðnaðarins og gegnt fjölda trúnaðarstarfa, síðast sem formaður SUT. Hann hefur einnig unnið að hagnýtingu þekkingarverðmæta og tekið þátt í alþjóðlegum verkefnum á því sviði. Eggert var stundakennari hjá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík árin 2000-2010. Eggert lauk doktorsprófi í viðskiptafræði árið 2008 frá Brunel University-Henley Management College í Bretlandi. Hann hefur setið í stjórnum þeirra fyrirtækja sem eru í eignasafni Frumtaks.

 eggert@frumtak.is
 8970892

Svana Gunnarsdóttir

Fjárfestingarstjóri

 

Svana Gunnarsdóttir er fjárfestingastjóri og annar eigenda Frumtaks 2 GP ehf. sem er umsýsluaðili Frumtakssjóðanna. Hún hefur mikla reynslu af stofnun og rekstri sprota og frumkvöðlafyrirtækja, einnig af samruna og yfirtöku. Svana var m.a. ein af stofnendum ARTitIS BV á Schiphol Airport, og framkvæmdastjóri þess frá 1995 til ársins 2008. Svana var ein af eigendum og fjármálastjóri Copyrite BV frá 1995-2008. Einnig stóð hún fyrir sölu á nokkrum dótturfyrirtækjum Copyrite. Hefur hún komið að stjórnarsetu og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í öðrum sprotafyrirtækjum. Svana hefur setið í stjórnum þeirra félaga sem eru í eignasafni Frumtaks.

 svana@frumtak.is
  8669520

Rakel Sigurðardóttir

Fjármálastjóri

Rakel Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er fjármálastjóri Frumtaks 2 GP ehf. Rakel lauk BSc. prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík í janúar 2011, en þar áður hafði hún starfað um árabil hjá dómstól og á lögfræðistofu. Samhliða námi starfaði hún við bókhalds- og skrifstofustörf. Fyrir utan að sjá um fjármál Frumtakssjóðanna sér hún um fjárhagsupplýsingar fyrirtækja í eignasafni sjóðsins og skýrslugerðir ásamt uppýsingagjöf til hluthafa.

 rakel@frumtak.is
  6957989

FréttirHafðu samband

Sendu okkur línu og við höfum samband við fyrsta tækifæri.

Smelltu hér


IcelandEnglish