ARTIC

Arctic Trucks er þekkingarfyrirtæki sem byggir á íslensku hugviti og vinnur að því að sérsníða og þróa lausnir fyrir ökutæki sem bæta aksturseiginleika og víkka notkunarsvið þeirra. Arctic Trucks er í dag leiðandi aðili á sínu sviði í heiminum og hafa lausnir fyrirtækisins verið notaðar til að sigrast á erfiðustu aðstæðum, þar á meðal með að keyra 223.000 km yfir Suðurskautið og yfir 50 sinnum á Suðurpólinn ásamt því að undirbúa og framkvæma leiðangur BBC Top Gear teymisins á Norðurpólinn.

Arctic Trucks vinnur í nánu samstarfi við bílaframleiðendur og má þar nefna Toyota, Isuzu, Nissan og fleiri. Arctic Trucks breyttar bifreiðar, s.s. Hilux, Land Cruiser og Isuzu, eru framleiddar og seldar á fjölmörgum mörkuðum, þar á meðal í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum, Bretlandi, Noregi, Suður Afríku, Rússland og Íslandi.

Fjárfest árið 2015