SIDEKICK HEALTH

„SidekickHealth er hugbúnaður sem nýtir atferlishagfræði, leikjatækni og gervigreind til að greina áhættuþætti og hafa áhrif á heilsuhegðun í þeim tilgangi að draga úr algengi og alvarleika lífsstílstengdra sjúkdóma.“

TULIPOP

Við höfum skapað heillandi ævintýraheim sem býður upp á endalausa möguleika í vöruþróun og afþreyingu.

CONTROLANT

„Við þróum vöktunarlausnir sem koma í veg fyrir skemmdir á lyfjum og matvælum í allri virðiskeðjunni.“

MENIGA

„Við erum leiðandi í heiminum á sviði hugbúnaðarlausna fyrir heimilisfjármál og næstu kynslóð netbanka.“

KAPTIO

„Við þróum næstu kynslóð bókunarkerfa fyrir ferðaiðnaðinn þar sem upplifun viðskiptavinar situr í fyrirrúmi.“

HANDPOINT

„Við þróum NextGenPOS afgreiðslukerfi fyrir kaupmenn sem saman stendur af snjalltæki með samofnu greiðslukerfi.“

INFOMENTOR

„Við erum í fremstu röð á sviði upplýsingakerfa fyrir skóla, með áherslu á hæfnimiðað námsmat.“

MAINMANAGER

„Við þróum hugbúnað sem nútímavæðir stýringu á stoðþjónustu fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana.“

ARCTIC TRUCKS

„Við sérsníðum og þróum lausnir fyrir ökutæki sem bæta aksturseiginleika og víkka notkunarsvið þeirra.“

ACTIVITY STREAM

„Við hjálpum fyrirtækjum að veita persónusniðna þjónustu og ná fram hagræðingu í rekstri með bættri yfirsýn, innsæi og upplýsingagjöf.“

AGR DYNAMICS

„Við þróum lausnir fyrir vörustjórnun og Microsoft NAV og aðstoðum heild- og smásala við að lágmarka kostnað við rekstur aðfangakeðjunnar.“

Fjárfestingar

Seldar eignir

Sjóðir í umsýslu

Frumtak I

Frumtak var stofnað 23. desember 2008 og hafði það að markmiði að fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum sem komin væru af klakstigi og vænleg til vaxtar og útrásar. Markmiðið var þannig að byggja upp öflug fyrirtæki sem gætu verið leiðandi á sínu sviði og skila góðri ávöxtun til fjárfesta.

Þegar fjárfestingatímabili sjóðsins lauk þann 31.12.2012 hafði Frumtak fjárfest í fimmtán fyrirtækjum og eru níu þessara fjárfestinga ennþá virkar. Það sem eftir er af starfstíma sjóðsins er megináherslan á að fylgja eftir félögum í eignasafni sjóðsins og selja.

Stjórn

Huld Magnúsdóttir – Formaður

Hálfdan Karlsson – varaformaður

Margrét G. Valdimarsdóttir

Hallfríður Kristjánsdóttir

Davíð Rudolfsson

Ellert Arnarson

Snæbjörn Sigurðsson

Hluthafar

Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins

Lífeyrissjóður Starfsmanna Ríkisins

Lífeyrissjóður Verslunarmanna

Gildi-lífeyrissjóður

Arion Banki

Íslandsbanki

Landsbankinn

Birta lífeyrissjóður

Stapi-lífeyrissjóður

Söfnunarsjóður Lífeyrisréttinda

Frumtak II

Frumtak II hóf starfsemi í febrúar 2015. Sjóðurinn byggir á reynslunni af Frumtak slhf. Sjóðurinn hefur að markmiði að fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum sem komin eru af klakstigi og eru vænleg til vaxtar og útrásar. Frumtak II fjárfestir á Íslandi en er heimilt að fjárfesta erlendis að því marki sem lög leyfa og nauðsynlegt er vegna útrásar eða markaðssóknar fyrirtækja í eigu Frumtaks II á erlenda markaði.

Frumtak II leggur áherslu á fjárfestingar þar sem líkur eru á miklum vexti og útrás, en sérhæfir sig ekki í einstökum greinum. Frumtak II vill stuðla að því að frumlegar hugmyndir fái framgang og auka líkur á að þær skapi arð og verðmæti. Þannig er hægt að styrkja þá ímynd að íslensk nýsköpun sé arðbær.

Frumtak II vill vera traustur og eftirsóttur samstarfsaðili. Sjóðurinn vinnur að því að eiga gott samband og samvinnu við alla hagsmunaaðila sem koma að nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. Sjóðurinn leggur áherslu á samstarf við erlenda hagsmunaaðila.

Fjárfestingaferli

Stjórn Frumtaks II tekur ákvörðun um einstakar fjárfestingar og mótar einstaka þætti í fjárfestingaferlinu, bæði kaup og sölu, að fengnum tillögum frá fjárfestingastjórum sjóðsins. Það er hlutverk fjárfestingastjóra Frumtaks II að vinna að uppgötvun og greiningu fjárfestingatækifæra fyrir hönd stjórnar. Í þessu felst að eiga samstarf við helstu hagsmunaaðila. Frumtak II bíður ekki eftir umsóknum um fjárfestingu heldur leitar kerfisbundið að hagkvæmum fjárfestingakostum í samstarfi við hagsmunaaðila. Sjóðurinn vill og á að hafa frumkvæði að uppgötvun og nýtingu fjárfestingatækifæra þegar slík tækifæri gefast. Þau fjárfestingatækifæri sem þannig finnast eru metin af fjárfestingastjórum út frá eftirfarandi forsendum:

Fyrst er það hvort fjárfestingakosturinn falli að fjárfestingastefnu sjóðsins, sem er eftirfarandi: Upphæðir fjárfestinga eru að jafnaði á bilinu 100-500 milljónir. Engin ein fjárfesting (þ.e. heildarkaup í einum lögaðila) má nema meiru en 15% af samanlögðum fjárfestingaloforðum Frumtaks II nema með sérstakri samþykkt stjórnar. Miðað er við þriggja til fimm ára eignarhald og að sjóðurinn nái að selja fjárfestingar sínar áður en starfstíma hans lýkur. Ávöxtunarkrafa til einstakra fjárfestinga er 30% að lágmarki.Frumtak geti verið virkur hluthafi og unnið með þeim hætti að framgangi fjárfestinga sinna.

Því næst eru fjárfestingakostir mældir út frá þeim þekkingarverðmætum sem þar er að finna og felast í mannauði, skipulagsauði og tengslaauði. Þannig er reynt að leggja hlutlægt mat á hið raunverulega tækifæri sem felst í viðkomandi fjárfestingakosti og hvort sú virkni sem er að finna í viðkomandi tækifæri er líkleg til þess að skila árangri.

Að lokum er það síðan huglægt mat eða trú fjárfestingastjóra á viðkomandi fjárfestingakosti sem endanlega ræður hvort hægt er að mæla með honum til fjárfestingar fyrir sjóðinn.

Stjórn

Ásthildur Otharsdóttir – formaður

Gunnar V. Engilbertsson – meðstj

Magnús Þór Torfason- meðstj

Hluthafaráð

Sigurbjörn Sigurbjörnsson – Söfnunarsjóður Lífeyrisréttinda – formaður

Björn Hjaltested – LSR

Davíð Rudolfsson – Gildi lífeyrissjóður

Anna María Ágústsdóttir – Lífeyrissjóður Verzlunarmanna

Margrét G Valdimarsdóttir – Landsbankinn

Hluthafar

Lífeyrissjóður Verzlunarmanna

Gildi lífeyrissjóður

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Birta lífeyrissjóður

Stapi lífeyrissjóður

Landsbankinn hf.

Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda

Almenni lífeyrissjóðurinn

Lífsverk lífeyrissjóður

Íslenski lífeyrissjóðurinn

Brú lífeyrissjóður

Frumtak Ventures ehf.

Fjárfestingaferli Frumtak Ventures

Þegar við, fjárfestingastjórar Frumtaks, höfum fundið verkefni sem okkur finnst spennandi tökum við það formlega fyrir og ákveðum að leggja það fyrir stjórn sjóðsins til kynningar því það er stjórn sjóðsins sem tekur hina eiginlegu fjárfestingarákvörðun. Stjórnarfundir eru yfirleitt mánaðarlega. Kynningin er með þeim hætti að frumkvöðullinn mætir á stjórnarfundinn og kynnir verkefnið í 50 mínútur þar sem gert er ráð fyrir 10-15 mínútum í spurningar og svör. Það er mikilvægt að geta náð á skýran og skilvirkan hátt að útskýra fjárfestingatækifærið. Ef það tekst þá liggur ákvörðun fyrir eftir fundinn, annaðhvort að hafna verkefninu eða að fjárfestingastjórar sjóðsins fá heimild til að ganga til samninga.

Það getur tekið tíma að ganga frá samningum og sérstaklega að ljúka áreiðanleikakönnunum. Það ræðst mikið til af því hvað frumkvöðullinn hefur unnið heimavinnuna sína vel og skjalað vel það sem hann er að gera. Þá gengur allt betur. Hjá Frumtaki er stefnt að því að ferillinn frá því að verkefnið er formlega tekið fyrir þangað til fjármunir eru komnir til fyrirtækisins taki innan við 90 daga.

Það eru margir sem halda að þarna ljúki málinu en það er öðru nær því þarna hefst sameiginleg vegferð aðila sem ætlað er að skila árangri. Það þarf að vera skilningur á væntingum og framlagi aðila og sérstaklega er það mikilvægt fyrir frumkvöðulinn að skilja að fjárfestingasjóðurinn getur verið mikilvægur bandamaður með ráðgjöf sinni og samböndum en hann tekur ekki yfir ábyrgðina t.d. á rekstri eða fjármögnun félagsins. Fjárfestirinn á að hafa stefnumótandi hlutverk þar sem hann styður frumkvöðulinn í að ná markmiðum sínum með félagið. Á sama hátt á frumkvöðullinn að nýta sér þennan stuðning en hann þarf að skilja að fjárfestinum eru takmörk sett varðandi þann tíma sem hann hefur til að vera með félaginu og getur því þurft að selja fyrr en frumkvöðullinn.

Á þennan hátt ná báðir aðilar því besta út úr samstarfinu.

Teymið

Svana Gunnarsdóttir

Svana Gunnarsdóttir

Framkvæmdastjóri

Svana Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri og annar eigenda Frumtak Ventures sem er umsýsluaðili Frumtakssjóðanna. Svana er með alþjóðlega meistara gráðu frá Nyenrode University í Hollandi og var hluti af því námi við Kellogg School of Management í Bandaríkjunum og Stellenbosch University í Suður Afríku. Svana hefur mikla reynslu af stofnun og rekstri sprota og frumkvöðlafyrirtækja erlendis sem og samruna og yfirtöku. Hefur hún einnig komið að stjórnarsetu og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í öðrum sprotafyrirtækjum. Svana hefur setið í stjórnum þeirra félaga sem eru í eignasafni Frumtaks. Svana bjó í 18 ár í Hollandi en flutti heim árið 2009.

 

Eggert Claessen

Eggert Claessen

Fjárfestingastjóri

Eggert er fjárfestingastjóri og annar eigenda Frumtak Ventures ., sem er umsýsluaðili Frumtakssjóðanna. Hann var sjálfur að stofna og stýra rekstri sprota og frumkvöðlafyrirtækja á sviði upplýsingatækni frá árinu 1981 til 2006. Hann hefur unnið mikið að málefnum UT iðnaðarins og gegnt fjölda trúnaðarstarfa, síðast sem formaður SUT. Hann hefur einnig unnið að hagnýtingu þekkingarverðmæta og tekið þátt í alþjóðlegum verkefnum á því sviði. Eggert var stundakennari hjá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík árin 2000-2010. Eggert lauk doktorsprófi í þekkingarstjórnun árið 2008 frá Brunel University/Henley Management College í Bretlandi þar sem hann sérhæfði sig í áhrifum óefnislegra verðmæta á frammistöðu lítilla UT fyrirtækja. Frá stofnun Frumtakssjóðanna hefur hann setið í stjórnum þeirra fyrirtækja sem eru í eignasafni Frumtaks ásamt því að taka virkan þátt í sprotaumhverfinu.

 

Rakel Sigurðardóttir

Rakel Sigurðardóttir

Fjármálastjóri

Rakel Sigurðardóttir viðskiptafræðingur er fjármálastjóri Frumtaks. Rakel lauk BSc. prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík í janúar 2011, en þar áður hafði hún starfað um árabil hjá dómstól og á lögfræðistofu. Samhliða námi starfaði hún við bókhalds- og skrifstofustörf. Fyrir utan að sjá um fjármál Frumtaks sér hún um fjárhagsupplýsingar fyrirtækja í eignasafninu og skýrslugerðir ásamt uppýsingagjöf til hluthafa.

Stjórn Frumtak Ventures

Ásthildur Otharsdóttir

Ásthildur Otharsdóttir

Stjórnarformaður

Gunnar Engilbertsson

Gunnar Engilbertsson

Stjórnarmaður

Magnús Þór Torfason

Magnús Þór Torfason

Stjórnarmaður

Fréttir

Senda þrjá ofurbíla til Grænlands

Senda þrjá ofurbíla til Grænlands

Arctic Trucks hannar bíl fyrir björgunarsveitir og vísindastofnanir. Arctic Trucks leggur áherslu á að styrkja þennan séríslenska iðnað en öll þróun og framleiðsla er á Íslandi.

read more

Hafið samband

Við hjá Frumtak Ventures hvetjum frumkvöðla til að koma í „spjall“ til okkar því það geta verið fleiri verðmæti í samtalinu heldur en fjármunir til fjárfestinga. Þar sem Frumtak er vaxtarsjóður, þarf að vera komin vara, velta og viðskiptavinur. Þetta er oft ekki til staðar, en engu að síður mikilvægt að aðilar nái að kynnast því það styttir yfirleitt tímann sem þarf til kynninga seinna þegar þessi skilyrði eru uppfyllt. Spjallið verður þannig grunnur til að koma á gagnkvæmum skilningi á milli aðila og ekki síst til þess að byggja upp traust sem er forsenda þess að aðilar treysti sér til þess að vinna saman í framtíðinni

Best er að hafa samband við okkur með því að senda tölvupóst og óska eftir fundi. Vinsamlegast athugið að við fjárfestum eingöngu á Íslandi

Kringlunni 7, 103 Reykjavík, Iceland

+ 354 510 1850

frumtak@frumtak.is

Við erum á Linkedin

Við erum á Facebook

Sendu okkur skilaboð

6 + 13 =