FRÉTTIR
Kría fjárfestir í þremur vísisjóðum
Frétt fengin af síðu Viðskiptablaðsins. Kría, sprota- og nýsköpunarsjóður á vegum Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, mun á næstu árum fjárfesta fyrir rúma 2,2 milljarða króna í þremur sérhæfðum fjárfestingarsjóðum sem hafa það markmið að fjárfesta í sprota- og...
PLAIO tryggir sér fjármögnun á áframhaldandi vexti
PLAIO, sem þróar hugbúnaðarlausnir fyrir samheitalyfjaiðnaðinn, tilkynnti í dag 300 milljón króna fjármögnun frá Frumtaki. Fjármagnið mun nýtast félaginu við áframhaldandi þróun hugbúnaðar og uppbyggingu sölustarfs á alþjóðlegum mörkuðum. PLAIO hefur þegar haslað sér...
Frumtak framúrskarandi fyrirtæki 2021
Frumtak Ventures komst á lista Credit Info yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2021. Einungis 2% fyrirtækja á landinu komast inn á þennan lista og er Frumtaksteymið því mjög stolt af árangrinum. Þann 21. október var viðburður í Hörpunni tileinkaður viðurkenningunni og fyrir...
Frumtak leggur 300 milljónir í Ankeri
Ankeri, sem þróar hugbúnaðarlausnir fyrir skipaiðnaðinn, hefur fengið um 300 milljóna króna fjármögnun frá Frumtaki. Hlutafjáraukningin verður nýtt til að allt að þrefalda starfsmannafjölda í vöruþróun og sölustarfi á næstu tólf mánuðum. Reiknað er með að tekjur...
Ásthildur nýr stjórnarformaður Kaptio
Ásthildur Otharsdóttir hefur tekið við stjórnarformennsku hjá Kaptio. Hún tekur við af Eggerti Claessen sem hefur gegnt formennsku hjá félaginu síðan 2016. Aðrir stjórnarmenn eru stofnendur Kaptio þeir Arnar Laufdal Ólafsson og Ragnar Fjölnisson auk Arnar Viðars...
Frumtak selur allan hlut sinn í AGR
Framtakssjóður á vegum VEX hefur eignast um 40 prósenta hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu AGR Dynamics sem velti um milljarði króna í fyrra. Sjóðurinn tók þátt í 650 milljóna króna hlutafjáraukningu eins og aðrir stórir hluthafar og aðilar þeim tengdum og keypti hluti...
Ljúka fjármögnun á 7 milljarða vísisjóði
Frumtak Ventures hefur lokið við fjármögnun og stofnun nýs sjóðs, Frumtak III, sem er 7 milljarðar króna að stærð. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn muni fjárfesta í 8-10 fyrirtækjum fyrir um 200-500 milljónir króna í hverju félagi. Fjárfestingatímabil sjóðsins er...
Sigríður í stjórn Frumtak Ventures
Sigríður Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Tesco Bank í Bretlandi, hefur tekið sæti í stjórn Frumtaks Ventures. Magnús Torfason, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands sem setið hefur í stjórninni frá árinu 2015, var kjörin...
Ásthildur bætist í eigendahóp Frumtaks
Ásthildur Otharsdóttir bætist í hóp eigenda og fjárfestingastjóra Frumtaks Ventures. Hún verður ásamt núverandi eigendum, leiðandi í uppbyggingu á nýjum vísisjóði, Frumtaki III, ásamt því að fylgja eftir núverandi fjárfestingum Frumtaks sjóðanna. Greint er frá þessu í...
Hafið samband
Við hjá Frumtak Ventures hvetjum frumkvöðla til að koma í „spjall“ til okkar því það geta verið fleiri verðmæti í samtalinu heldur en fjármunir til fjárfestinga. Þar sem Frumtak er vaxtarsjóður, þarf að vera komin vara, velta og viðskiptavinur. Þetta er oft ekki til staðar, en engu að síður mikilvægt að aðilar nái að kynnast því það styttir yfirleitt tímann sem þarf til kynninga seinna þegar þessi skilyrði eru uppfyllt. Spjallið verður þannig grunnur til að koma á gagnkvæmum skilningi á milli aðila og ekki síst til þess að byggja upp traust sem er forsenda þess að aðilar treysti sér til þess að vinna saman í framtíðinni
Best er að hafa samband við okkur með því að senda tölvupóst og óska eftir fundi. Vinsamlegast athugið að við fjárfestum eingöngu á Íslandi
Kringlunni 7, 103 Reykjavík, Iceland
+ 354 510 1850
frumtak@frumtak.is