Appollo X hlýtur 50 milljóna króna fjármögnun frá Frumtak Ventures

Appollo X hlýtur 50 milljóna króna fjármögnun frá Frumtak Ventures

Frumtak Ventures fjárfesti í fyrirtækinu Appollo X fyrir 50 milljónir króna. Fjárfestingin snýr aðallega að stuðningi við áframhaldandi þróun snjallsímaforritsins Watchbox, sem er undir þróun Appollo X teymisins, en það auðveldar fólki að deila myndum og myndböndum innan fyrirfram skilgreindra hópa. Watchbox er á sama markaði og Snapchat og býður upp á þá þjónustu að geta búið til sérstaka hópa eða rásir í kringum myndbönd. Þá getur hver og einn sem er meðlimur að tiltekinni rás séð inn í hana, meðan hún er lokuð almenningi. Þá er á sama hátt hægt að opna opinberar rásir. Teymið mun leggja land und­ir fót í byrj­un janú­ar 2016 og flytja til Banda­ríkj­anna til þess að styðja við áfram­hald­andi vöxt fyr­ir­tæk­is­ins....
Frumtak Ventures fjárfestir í Activity Stream

Frumtak Ventures fjárfestir í Activity Stream

Frumtak Ventures, ásamt fjórum leiðandi tæknifjárfestum og sjóðum á Íslandi og Danmörku, sem fjárfesta í nýsköpunar­fyrirtækjum, fjárfestu fyrir liðlega 270 milljónir íslenskra króna í hug­búnaðar­fyrirtækinu Activity Stream, sem framleiðir og selur næstu kynslóð viðskipta­hugbúnaðar. Öll þróun á hugbúnaðinum, sem nýtir gervigreind til að bæta rekstur og þjónustu, verður á Íslandi en fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Danmörku. Með því að mynda samstarf sjóða um þessa fjárfestingu bæði hérlendis og erlendis þá ættu öll skilyrði að vera til staðar til að geta tryggt Activity Stream þann stuðning sem þarf til að ná langt á alþjóðamarkaði. Frekari upplýsingar er að finna...
Arctic Trucks eykur hlutafé

Arctic Trucks eykur hlutafé

Arctic Trucks hefur aukið hlutafé fyrirtækisins um 470 milljónir króna sem verða notaðar til frekari uppbyggingar erlendis. Það eru Frumtak Ventures ásamt núverandi hluthöfum sem standa að aukningunni. Samhliða hlutafjáraukningunni bætast reynsluboltar við stjórnendateymi félagsins; Arctic Trucks er þekkingarfyrirtæki sem byggir á íslensku hugviti og vinnur að því að sérsníða og þróa lausnir fyrir ökutæki sem bæta aksturseiginleika og víkka notkunarsvið þeirra. Þetta er gert í samstarfi við bílaframleiðendur, svo sem Toyota, Nissan, Isuzu, Mercedes-Benz og fleiri, og hefur fyrirtækið á undanförnum árum varið hundruðum milljóna króna í þróun margvíslegra lausna fyrir bæði einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Arctic Trucks er í dag leiðandi aðili á sínu sviði í heiminum og hafa lausnir fyrirtækisins til dæmis skapað því mikla sérstöðu á Suðurskautslandinu og opnað nýja möguleika í samgöngum á þessari köldustu, þurrustu og vindasömustu heimsálfu veraldar. Arctic Trucks hefur einnig nýtt sérþekkingu sína til að byggja upp ferðaþjónustu á Suðurskautinu og á Íslandi undir merkjum Arctic Trucks Experience. Þar gefst ferðamönnum kostur á að leigja Arctic Trucks bíla í ferðum sem sniðnar eru að þörfum hvers og eins. Arctic Trucks rekur starfsstöðvar á Íslandi, í Noregi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum, en hefur auk þess gert sérleyfissamninga við valda aðila í Rússlandi, Bretlandi, Finnlandi, Póllandi, Hollandi og Suður-Afríku um framleiðslu, sölu og þjónustu við bifreiðar Arctic Trucks. Í dag starfa á annað hundrað manns undir merkjum fyrirtækisins víða um heim. Viðbótin við stjórnendateymið eru þeir Clive Scrivener, sem tekur við stjórnarformennsku, og Patrik von Sydow, sem verður forstjóri Arctic Trucks International. Clive hefur mikla alþjóðlega reynslu af stjórnunarstörfum í ýmsum atvinnugreinum, þar á meðal í bílaiðnaði. Hann gegndi starfi forstjóra Prodrive sem...